Image

HERDesign

Um okkur

Vörumerkið fór i gang árið 2016. Hugmyndin að framkalla ljósmynd á plexígler og skera hana svo út kom upp þegar sonurinn Smári var að æfa sig á vélinni sumarið 2016 og kom það svona vel út. Eftir það spruttu fram allskonar hugmyndir um hvað er hægt að gera með svona vél og var þetta allt mjög spennandi. Við notum Laser grafvél til að framleiða vörurnar og er það allt gert hér á Íslandi. (allar ljósmyndir eru teknar á Íslandi) Við byrjuðum á að koma vörunum okkar inn í blómabúðir og gjafavöruverslanir hér og þar og gekk það bara nokkuð vel. Árið 2017 var komin mikil reynsla á umfangi þessarar framleiðslu og afgreiðslu panntana og tókst okkur að taka næsta skref sem var að koma þessu í verslanir.